Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10916 svör fundust

Hvers vegna er sagt að ekki sé líf á öðrum hnöttum?

Eins og eðlilegt er hefur mikið verið spurt um þessi efni hér á Vísindavefnum og er hér með einnig svarað eftirfarandi spurningum: Eru til einhverjar sannanir fyrir því að vitsmunalíf þrífist úti í alheimnum? (Hinrik Bergs) Hvers vegna er talið að það sé ekkert líf í þessu sólkerfi nema á jörðinni? (Árný Yrsa)...

Nánar

Hversu stór er einingin hundrað, sem notuð var um stærð jarða?

Hundrað að fornu merkti 120. Upphaf orðsins er ekki yngra en frá 11. öld, sennilega eldra, og merkti fyrst 120 álnir vaðmáls þar sem hver alin skyldi vera af tilskilinni stærð og réttum gæðum. Eftir því sem tímar liðu urðu tengslin við vaðmálið ógleggri og virðast vera með öllu horfin á 17. öld. Bæði alin og hundr...

Nánar

Hver er vinsælasta íþrótt í heimi?

Fótbolti er vinsælasta íþrótt í heimi. Samkvæmt tölum frá FIFA (frá árinu 2000) leika rúmlega 240 milljónir manna um heim allan fótbolta. Það þýðir að einn af hverjum 25 iðka knattspyrnu reglulega. Í dómarastétt knattspyrnunnar eru um 5 milljónir manna. Knattspyrna er leikin í öllum heimshornum. Ef börn og aðr...

Nánar

Hvaða bofs er átt við þegar menn heyra ekki bofs?

Upprunalega spurningin var: Hvaðan kemur orðtakið „að heyra ekki boffs” og hvað þýðir boffs? Orðið bofs er hljóðgervingur í merkingunni ‘gelt, gjamm’ sem og sögnin að bofsa ‘gelta, gjamma’. Sambandið ekki bofs ‘alls ekki neitt’ þekkist þegar í fornu máli en þá skrifað með p. Í Þórðar sögu hreðu stendur í 3...

Nánar

Hvað er klukkan í Kína þegar hún er 12 á hádegi hér?

Fjallað er um tímabelti í svari sama höfundar við spurningunni Hvernig er bauganet jarðar uppbyggt og hver eru hnit Íslands á hnettinum? Þar kemur meðal annars fram að árið 1884 var ákveðið að taka upp alþjóðlegan staðaltíma sem væri miðaður við núll lengdarbauginn, en hann liggur um Greenwich í Englandi. Þar segi...

Nánar

Voru til strigaskór 1918?

Svarið er að það voru til strigaskór árið 1918 en þeir voru ekki endilega eins og strigaskórnir sem við þekkjum í dag. Ef marka má auglýsingar í íslenskum blöðum er ljóst að sumir Íslendingar höfðu haft kynni af strigaskóm, vel fyrir árið 1918. Í auglýsingu Andr. Rasmussen á Seyðisfirði í blaðinu Austra í júní ...

Nánar

Hvað er fyrir innan verksvið Vísindavefsins og hvað fellur utan þess?

Vísindavefurinn fjallar um öll vísindi og reynir að gera ekki upp á milli fræðigreina, hvort sem þær heita eðlisfræði, líffræði, sálfræði, málvísindi, sagnfræði eða eitthvað annað. Ritstjórn vefsins tekur með glöðu geði við spurningum af öllum fræðasviðum. Á hverjum degi berast Vísindavefnum ótal margar góðar ...

Nánar

Hæ Vísindavefur, getum við klárað allar íslenskar kennitölur?

Svarið við þessari spurningu er nei. Kennitölurnar klárast ekki, nema fæðingar á Íslandi verða fleiri en 79 á dag. Kennitala er 10 stafa tala. Fyrstu sex tölurnar eru búnar til úr fæðingardeginum, það er dagur, mánuður og ár (stytt í tvo tölustafi.) Næst kemur raðtala sem er tveir tölustafir, úthlutað frá og me...

Nánar

Hversu mörg eldgos hafa verið á Íslandi síðustu fimmtíu árin?

Samkvæmt lista á heimasíðu Veðurstofu Íslands og að viðbættu gosinu í Fagradalsfjalli sem hófst í mars 2021 eru eldgos á 20. og 21. öldinni alls 45 talsins, þar af 25 gos síðustu 50 árin og 7 á þessari öld. Eldgos í Fimmvörðuhálsi í mars 2010. Að meðaltali hefur verið eitt eldgos tæplega þriðja hvert ár frá 1...

Nánar

Hvað eru margir kílómetrar af vegum á Íslandi?

Samkvæmt upplýsingum á vef Vegagerðarinnar er þjóðvegakerfið á Íslandi alls 12.898 km árið 2017. Þá eru ekki taldar með götur í þéttbýli sem ekki teljast til þjóðvega. Af kjördæmunum er Norðvesturkjördæmi með lengsta vegakerfið, eða 4986 km. Stysta vegakerfið er hins vegar í Reykjavík eða tæplega 108 km og í ...

Nánar

Fleiri niðurstöður